Í fyrradag tók ég mér tveggja daga frí úr vinnu og fór til Glasgow til að vera vondikallinn. Þar var Iain Sanderson að verja doktorsritgerð sína um hvernig reykræsta eigi stórar byggingar ef eldur kemur upp, svo að fólk komist út og enginn skaðist. Iain er eldri herra og búinn að dunda lengi við þetta. Ég var andmælandinn og yfirheyrði hann í tæpa tvo klukkutíma, hann sýndi að hann kunni sitt fag. Hann var hvergi smeykur.
Eftir vörnina fórum við á pub og borðuðum síðan á nokkuð góðum veitingastað. Þrátt fyrir góðan mat fór ég síðar um kvöldið í "chip shop" í nágrenninu (fitugar búllur með djúpsteiktum mat) og fékk mér "black pudding" (djúpsteikt blóðmör) og "soggy chips with vinegar" (þykkar, fitugar, linar, blautar franskar kartöflur með ediki). Ástæðan fyrir þessu fáránlega mataræði mínu er að ég bjó þarna í 5 ár þegar ég var ungur maður og þá þótti þetta í hæsta máta eðlilegt fæði.
Hér eru nokkrar myndir:
Svo get ég ekki annað en sett inn mynd af öðrum doktorsnema, Tony Pearson. Hann varði ritgerðina sína við University of Poitiers í Frakklandi núna í febrúar, og ég var vondikallinn. Ritgerð Tony´s fjallaði um hættulegar gassprengingar sem geta orðið við eldsvoða. Honum gekk vel í vörninni og stóðst prófið. Tony er sérstakur drengur og hefur óskaplega mikinn áhuga á öryggismálum, sérstaklega eigin öryggi þegar hann fer á hjólinu sínu heim. Hér er hann á leiðinni heim úr doktorsvörninni, í fullum skrúða. Spes náungi. Eins og ýmsir aðrir sem skrifa doktorsritgerð í verkfræði.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | 1.4.2007 | 11:01 (breytt 2.4.2007 kl. 16:46) | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 4
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 473
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.