Kjötbollur og þjóðminjar

Undanfarna daga hef ég fundað með aðilum sem hafa áhuga á endurbyggingu gamalla húsa. Á slíkum fundum er stundum rætt um önnur mikilvæg málefni, meðal annars var eftirfarandi uppskrift sett fram:

Tveir krakkar, nautahakk, 10 Ritzkex og pakki af púrrulaukssúpu. Krakkarnir eru látnir mylja Ritzkexið ofaní nautahakkið og súpuduftinu bætt útí. Krakkarnir hnoða hakkið, búa til litlar kúlur úr því og setja í ofnfast form. Kjötbollurnar eru síðan settar inn í 200 gráðu heitan ofn í ca korter.

Hér eru krakkarnir að telja kex og merja allt saman:

Telja Ritzkex  Öllu blandað saman

Og svo er bara að skella þessu í ofninn og éta með makkarónum:

Klárt í ofninn  Og svo borða

Magnið af nautahakki skiptir ekki öllu máli. Hinsvegar er mjög mikilvægt að Ritzkexin séu ákkúrat nákvæmlega 10, svo hægt sé að telja þau ákkúrat og nákvæmlega áður en þau eru mulin  í hakkið.

Uppskriftin er frá Þjóðminjaverði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband