Börnin viktuð inn

Áður en kappleikir af ýmsu tagi hefjast eru keppendur viktaðir inn. Gott er að hafa fyrir reglu að vikta börnin sín inn með skipulögðum hætti. Börnin mín voru viktuð inn í gær.

Logi, 2 ára, kemur út með eftirfarandi tölur:

  • Vikt: 17 kílógrömm (í fullum klæðnaði)
  • Hæð: 90,0 cm (í sokkum)

Birta, 7 ára, var innmæld með eftirfarandi tölur:

  • Vikt: 27 kílógrömm (í fötum)
  • Hæð: 127,2 cm (í sokkum)

Mælingarnar voru framkvæmdar af tveim verkfræðingum og niðurstöðurnar verða því að teljast afar áreiðanlegar. Hinsvegar ber að nefna að mælingarnar fóru fram annan í páskum, eftir óskaplega yfirgengilegt súkkulaðiát barnanna. Og meðfylgjandi sykurköst.

Geriðisvovel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband