Áður en kappleikir af ýmsu tagi hefjast eru keppendur viktaðir inn. Gott er að hafa fyrir reglu að vikta börnin sín inn með skipulögðum hætti. Börnin mín voru viktuð inn í gær.
Logi, 2 ára, kemur út með eftirfarandi tölur:
- Vikt: 17 kílógrömm (í fullum klæðnaði)
- Hæð: 90,0 cm (í sokkum)
Birta, 7 ára, var innmæld með eftirfarandi tölur:
- Vikt: 27 kílógrömm (í fötum)
- Hæð: 127,2 cm (í sokkum)
Mælingarnar voru framkvæmdar af tveim verkfræðingum og niðurstöðurnar verða því að teljast afar áreiðanlegar. Hinsvegar ber að nefna að mælingarnar fóru fram annan í páskum, eftir óskaplega yfirgengilegt súkkulaðiát barnanna. Og meðfylgjandi sykurköst.
Geriðisvovel.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | 10.4.2007 | 19:35 (breytt kl. 19:42) | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 4
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 473
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.