Í dag var farið í Húsdýragarðinn að klappa dýrunum. Hér eru Logi og Birta að spjalla við bolann og klappa beljunni.
Svo var farið í hringekju og lestarferð.
Logi hefur undanfarið kallað systur sína "Anní". Þetta er mjög undarlegt þar sem systir hans heitir Birta. Nú hef ég leiðrétt þetta nokkur hundruð sinnum undanfarna daga og sagt við drenginn að systir hans heiti Birta. Skiptir engu máli. Ég bendi á systur hans og segi "Birta". Spyr hann svo hvað hún heiti. Hann segir að bragði "Anní". Hann gengur um húsið og hrópar "Anní" þegar hann er að leita að systur sinni. Og þó þetta sé voða kjút þá skil ég bara ómögulega hvaðan þetta kemur.
Annað undarlegt orð er orðið "dlinni". Fyrir nokkrum mánuðum var hann að reyna að segja "bíllinn". Hann sleppti einfaldlega fyrstu tveim bókstöfunum (bí) og hefur síðan sagt "dlinni" þegar hann meinar bíllinn. Nú vill svo til að helsta áhugamál hans eru bílar og allt sem er á hjólum eða rúllar. Þannig er helsta áhugamálið "dlinni" og hann notar þetta orð hundrað sinnum á dag.
Það er alveg sama hvað maður reynir að leiðrétta þessi tvö orð. Það bara gengur ekki.
Sérstakt.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | 21.4.2007 | 22:38 | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.