Logi þurfti að fá sér síðdegisblund í gær, en var eitthvað órólegur svo ég fór og lagði mig með honum. Sagði Birtu frá því og lokaði svefnherbergishurðinni. Þegar ég kom fram hálftíma síðar voru þessi skilaboð á gólfinu fyrir framan hurðina:
Textinn er eftirfarandi:
"Þeta er Birta pabbi. Ég alla að leika við Einar, ef þú sjerð mig ekki úti þá er ég inni en efðú sérð mig úti þá er ég úti."
Það er gott að vera svona klár og geta skrifað skýr skilaboð til pabba síns. Þá þarf hann ekkert að hafa áhyggjur yfir því hvar maður er.
Descartes hefði ekki geta sagt þetta betur: Ef ég er úti þá er ég úti.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | 23.4.2007 | 20:35 (breytt 24.4.2007 kl. 11:41) | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.