Í dag, á baráttudegi verkalýðsins, gerðist ýmislegt. Við fórum að skoða myndlist á Korpúlfsstöðum og á Seljavegi. Svo fórum við út í garð að skoða páskaliljurnar, sem völdu daginn í dag til að springa út.
Og í dag flutti Máni í kjallarann og ætlar að vera í mánuð meðan hann bíður eftir íbúðinni á Ránargötu. Hann tók Nemó, litla Chihuahua hundinn með.
Logi varð mjög kátur áðan þegar Nemó kom upp í heimsókn. Hann hljóp útum allt á eftir Nemó og hrópaði "Máni, Máni, Máni". Eftir nokkurn eltingaleik flúði hundurinn undir sófann. Logi lagðist á gólfið, teygði litlu búttuðu krumlurnar undir sófann og hrópaði "Máni, kondu, óó, máekki, skamm!"
Hvaðan ætli barnið hafi þennan orðaforða?
Flokkur: Vinir og fjölskylda | 1.5.2007 | 23:20 | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.