Páskadinner

Stína frænka er búin eða vera í Bretlandi í langan tíma og kom heim í páskafrí. Afi og amma og Stína komu í páskadinner. Fordrinkurinn var Kir Royal. Forrétturinn var Villibráðarpate með Stínu eplachutney, Biscottes Rondes frá Fauchon og sætu hvítvíni, Chateau Dereszla Tokaji Aszu, 5 puttonyos frá Ungverjalandi. Í aðalrétt var Hlýri í piparrjómasósu með kartöflum og salati. framreitt með hinu klassíska Dopff & Irion Gewurztraminer frá Alsace. Í eftirrétt var svo Gráfíkju og súkkulaði ostakaka frá Delicatessen á Skólavörðustíg, framreitt með Taylor´s Late Bottled Vintage Port 2001. Verður ekki mikið betra. Hér eru nokkrar myndir.

IMG_0087IMG_0089

IMG_0090

Og Logi tók svakalegt gítarsóló, eins og hann er vanur, hér er smá myndband af aðal gítarleikaratöffaranum í bænum:


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Datt inná þessa síðu í gegnum Gumma Steingríms

Spurning hvort að þetta sé næsti Hendrix, hann spilar allvegana svipað á gítar eins og goðið gerði á sínum tíma

Helgi (IP-tala skráð) 14.4.2007 kl. 20:45

2 Smámynd: Björn Karlsson

Jú Helgi, þetta er greinilega nýr Hendrix. Allavega hristir hann hausinn eins og alvöru rafmagnsgítarleikarar eiga að gera. Annars er þessi síða bara dagbók og ég nota þetta mest til að geyma einstaka myndir sem teknar eru af börnunum. Annars er hætta á að myndirnar fari bara í rugl hjá mér.

En ég freistast stundum til að setja inn athugasemdir hjá góðum mönnum eins og Gumma Steingríms. Þá detta hér einhverjir inn en þeir finna ekki mikla intellektíu, þessi síða er fremst fyrir afa og ömmur barnanna, svo þau geti fylgst með.

Björn Karlsson, 17.4.2007 kl. 18:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband