Ræðuhöld í stofu

Birta hélt ræðu í skólanum sínum í morgun. Hún hafði teiknað 8 myndir á 8 blöð og númeraði blöðin að aftan. Síðan skrifaði hún lýsingu á myndunum á önnur 8 blöð, líka númeruð. Hún setti öll blöðin í voða fínt box sem hún fékk í jólagjöf frá Stínu frænku.

Svo fórum við í skólann. Ég hélt á boxinu og hún hélt ræðuna. Hún las af textamiðunum og ég tók myndirnar upp úr boxinu og sýndi öllum krökkunum þær. Allt í réttri röð. Þá var nú gott að Birta var búin að númera myndirnar!

Birta heldur ræðu  Birta og krakkarnir í bekknum

Birta skipulagði þetta alltsaman sjálf og hugmyndafræðin var algerlega hennar, pabbi kom hvergi nálægt þessu. Hann var bara mest hissa. Og glaður. Það er ljóst að hún hefur alla hæfileika sem þarf til þess að verða slökkviliðsstjóri sem heldur ræður.

Hún var spurð af hverju hún sagðist ætla að verða "slökkviliðsstjóri og vera í stofu eins og pabbi". Það var einfalt: Það er sófi í herberginu þar sem pabbi vinnur og hún ætlar líka að vinna í stofu.

Klár stelpa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Karlsson

Thanx. Ég ætla að reyna að halda smá dagbók fyrir krakkana og skrifa eina eða tvær færslur í hverri viku, sjáum hvað ég nenni því lengi. Gott fyrir afa og ömmur að geta fylgst með, þau í Laugalæk eru búin að fá sér ADSL!

Björn Karlsson, 21.4.2007 kl. 01:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband